26 milljóna viðbót

Franskir herlögreglumenn við hraðamælingar á A39 hraðbrautinni við við borgina …
Franskir herlögreglumenn við hraðamælingar á A39 hraðbrautinni við við borgina Dijon.

Franska stjórnin hét því að umfram afrakstur hraðamyndavéla eftir lækkun hámarkshraða í 80 km/klst á öðrum brautum en hraðbrautum skyldi renna til spítala landsnis vakti vonir innan heilbrigðisþjónustunnar.

En hvernig skyldi hafa til tekist? Í frumvarpi til fjárlaga 2019 voru umframtekjurnar áætlaðar 26 milljónir evra fyrir árið í heild er spítalarnir fengju í sinn hlut, eða sem svarar til 3,7 milljarða íslenskra króna.

Það kann að virðast álitleg upphæð en bílaritið Auto Plus segir að um afar hógvært mat sé að ræða þegar haft væri í huga að hraðamælar og ratsjár hafa síðustu árin aflað ríkiskassanum milljarð evra á ári.

Hámarkshraði á öðrum vegum en hraðbrautum hefur verið lækkaður.
Hámarkshraði á öðrum vegum en hraðbrautum hefur verið lækkaður.
mbl.is