Ráðherrar á rafbílum

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og hugsanlega næsti forsætisráðherra Breta fer …
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og hugsanlega næsti forsætisráðherra Breta fer leiðir sínar á reiðhjóli. Hér bíður hann eftir grænu ljósi á gatnamótum í miðborg London. AFP

Áður en varir aka breskir ráðherrar um á rafbílum, en stjórnin hefur sett sem viðmið, að allir ráðuneytisbílar verði hreinir rafbílar þegar árið 2030 rennur upp.

Samgönguráðuneytið í London tilkynnti um þetta í síðustu viku en í dag mun 23% flota ráðuneytisbíla vera rafdrifin. Hlutfallið verður orðið 25% 2022.

Ráðuneytin öll hafa fengið leiðbeiningar um hvað þau geti aðhafst og hvernig til að stuðla að því að markmiðið náist. Til að hvetja þau til dáða verður árlega birt yfirlit um framvindu málsins.

Sem stendur er það stefna bresku stjórnarinnar að banna sölu á bensín- og dísilbíla frá og með árinu 2040. Talið er að hægt verði að færa þá dagsetningu eitthvað fram.

mbl.is