Rafbílar losa miklu minna

Rafbílar í hleðslu í Reykjavík.
Rafbílar í hleðslu í Reykjavík. mbl.is/Hari

Heildarlosun rafbíls á gróðurhúsalofttegundum, frá því að hann er framleiddur og þar til búið er að aka honum 220 þúsund kílómetra við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun sambærilegra bíla sem knúnir eru díselolíu eða bensíni.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Orku náttúrunnar (ON) um kolefnisfótspor rafbíla á Íslandi. Hún verður kynnt á opnum fundi á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík kl. 8.30 í dag. Húsið verður opnað kl. 8.00 og er boðið upp á morgunhressingu.

Uppruni raforkunnar skiptir lykilmáli í þessu sambandi. Á Íslandi er öll raforka umhverfisvæn og þess vegna þykir Ísland kjörið til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. Akstur rafbíla á Íslandi er einn hreinasti kostur sem völ er á. Þá þykir landið henta einkar vel til að taka forystu í rafbílavæðingunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mengun rafbíla í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: