Harðskeytt él í 30 stiga hita

Élið hrikalega í Guadalajara færði bíla í kaf og eirði …
Élið hrikalega í Guadalajara færði bíla í kaf og eirði engu sem fyrir því varð.

Óhætt er að segja að allt hafi verið í steik í Guadalajara í Mexíkó er þar gerði skyndilega og óvænta haglahríð.

Enginn átti sér ills von og 30 stiga hiti var í skugga er gríðarlega stórir ísboltar hrundu af himnum. Á nokkrum mínútum færðu þeir allt í kaf sem fyrir varð, jafnvel tveggja metra háa bíla.

Meðfylgjandi myndir voru teknar daginn eftir að veðrið var um garð gengið og snjórinn að bráðna. Blasir við hálfgerð íshella  og snjódýptin um einn metri. Verða þessi ósköp ekki skrifuð á hlýnun lofthjúpsins?

Klöngrast yfir íshellurnar er illviðrið var um garð gengið í …
Klöngrast yfir íshellurnar er illviðrið var um garð gengið í Guadalajara.
Élið hrikalega í Guadalajara færði bíla í kaf á nokkrum …
Élið hrikalega í Guadalajara færði bíla í kaf á nokkrum sekúndum og eirði engu sem fyrir því varð.
mbl.is