Innkalla 25 Renault Trafic

Renault Trafic atvinnubíll.
Renault Trafic atvinnubíll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neytendastofu hefur borist tilkynnning frá BL um að innkalla þurfi 25 Renault Trafic III bifreiðar af árgerð 2018.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa virki ekki sem skildi.

Viðgerð felst í að skipt verður um hamdbremsubarka í umræddum bílum. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

mbl.is