Jaguar boðar tvo nýja smájeppa

Jaguar smájeppi aftar og framar crossover bílgerðin nær.
Jaguar smájeppi aftar og framar crossover bílgerðin nær.

Margar nýjungar eru á döfinni frá breska bílsmiðnum Jaguar. Þar á meðal eru tveir nýir smájeppar.

Þá eru í pípunum svonefndur crossover-bíll með afturhallandi þaki, framtíðarbíll Land Rover og næstu kynslóðar bílar Evoque og Discovery Sport.
 
Jeppunum litlu, sem þegar eru í þróunarferli, er ætlað að fylla smíðalínu Jaguar í jeppaflokki. Er takmarkið með þeim að stuðla að aukinni bílasölu fyrirtækisins sem hefur verið að glíma við samdrátt í sölu.

Talið er að jepparnir verði smíðaðir upp af undirvagni frá BMW sem ætlaður er fyrir fjórhjóladrifna bíla. Þá er og talið að þeir munu bera orðið „Pace“ í nafni sínu.

Þessu til viðbótar er hafin þróunarvinna fyrir næstu kynslóðir Range Rover Evoque og Land Rover Discovery Sport. Miðað er við að þeir komi á götuna nálægt miðjum næsta áratug.

Nýr „smá“ Land Rover verður byggður á 2019 útliti Defender.
Nýr „smá“ Land Rover verður byggður á 2019 útliti Defender.
mbl.is