Íhuga bann við handfrjálsri símnotkun

Slæmur ökumaður hringir undir stýri
Slæmur ökumaður hringir undir stýri

Banna ætti ökumönnum með öllu að brúka farsíma undir stýri í Englandi og  Wales, að því er hópur þingmanna hefur lagt til. Segja þeir gildandi lög misvísandi og gefa til kynna að handfrjáls símnotkun sé örugg.

Legið hefur bann við að halda á síma í akstri í Bretlandi frá 2003, en handfrjáls notkun verið leyfð. Samgöngunefnd breska þingsins segir að nákvæmlega sama hætta sé á árekstri með notkun handfrjáls símbúnaðar.

Joshua Harris, sérfræðingur líknarfélagsins Brake, sem lætur sig öryggi vegfarenda varða, kom á fund þingnefndarinnar og sagði farsímanotkun afvegaleiða ökumenn álíka og þeir væru á mörkum ölvunaraksturs.

„Augnabliks afvegaleiðing vegna símtals getur leitt til ævilangrar þjáninga og „þess vegna ráðum við ökumönnum einfaldlega að slökkva á símanum og geyma hann þar í bílnum sem þeir ná ekki til hans.“ 

Árið 2017 urðu fórnarlömb umferðaróhappa þar sem símnotkun ökumanns kom beint eða óbeint við sögu alls 773. Þar af biðu 43 bana og 135 slösuðust alvarlega.

mbl.is