Allir litir regnbogans á Porsche-sýningu

Bílunum var stillt upp með skemmtilegum hætti.
Bílunum var stillt upp með skemmtilegum hætti.

Það fór vel á því á laugardag hve mikil litadýrð var á sportbílasýningu Bílabúðar Benna, enda markaði helgin endalok heillar viku af líflegri hátíðahöldum vegna Hinsegindaga.

Áhugafólk um sportbíla fjölmennti á viðburðinn, því það er ekki á hverjum degi að sjá má annað eins safn hraðskreiðra og ómótstæðilegra draumabíla.

Sýningin markar líka upphaf Porsche Roadshow en þar gefst ökuþórum kostur á að læra betur á eiginleika þýsku sportbílanna og bæta hæfni sína í akstri.

Best er að leyfa myndunum að tala sínu máli:

Nýji Porsche 911 er ekkert smávegis ökutæki.
Nýji Porsche 911 er ekkert smávegis ökutæki.
mbl.is