Blý yfir leyfilegum mörkum

Bosch mun hafa brúkað meira blý en leyfilegt er í …
Bosch mun hafa brúkað meira blý en leyfilegt er í rafeindabúnaði fyrir bíla síðustu tvö árin.

Bæði Bosch og Continental hafa gengist við því að hafa brúkað meira blý í hluta rafeindabúnaðar fyrir bíla en reglur Evrópusambandsins leyfa.

Þarna mun vera um að ræða búnað með ögn meira blýi en þau 0,0003 grömm sem ESB heimilar notkun á.

Komi til innköllunar bifreiða af þessum sökum er verið að tala um sem svarar tveggja ára bílaframleiðslu, eða tugmilljónir bíla.

Blýið er sagt ekki hættulegt svo lengi sem það situr naglfast á sínum stað og kemst ekki í tæri við slitfleti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: