Brimborg frumsýnir glænýjan Mazda CX-30

Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30

Glænýr Mazda CX-30 verður frumsýnd á morgun, laugardag klukkan 12 til 16, að Bíldshöfða í Reykjavík og Tryggvabraut á Akureyri. 

Í tilkynningu frá Brimborg, umboði fyrir Mazdabíla, segir að bíllinn sé ríkulega búinn með nýrri M-Hybrid tækni. Mazda CX-30 er glænýr bíll í jeppalínu Mazda og kemur sem viðbót við CX-3 og CX-5 sem hafa slegið í gegn á Íslandi. Mazda CX-30 er búinn nýjustu tækni þar sem áherslan er á fádæma góða aksturseiginleika, sparneytni og áreiðanleika. Með SkyActive aksturstækni bregst Mazda CX-30 við aksturslagi þínu. Ítarlegar rannsóknir Mazda á hegðun og hreyfingu mannsins við akstur skila sér í frábærri akstursupplifun. Hljóðkerfið í Mazda CX-30 er einstakt og hefur verið hannað í samvinnu við Bose til að búa til þinn fullkomna hljóðheim,“ segir í tilkynningu Brimborgar.

Kemur fram, að tvinnkerfi nýja bílsins sé alsjálfvirkt en það nýti hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar aukinnar orku er þörf eins og t.d. við upptak. Niðurstaðan sé aukið afl, minni losun mengandi efna og betri eldsneytisnýting.

Ennfremur sé innanrými Mazda CX-30 einstaklega hljóðlátt með lágmörkun veghljóðs. Dregið hafi verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun. Nýjasta SkyActiv bíltækni Mazda CX-30 leysi þetta. G-Vectoring Plus akstursstjórnunartæknin sé önnur kynslóð þessa fullkomna kerfis. Kerfið skynji fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynji knapann sem leiðir til einstakrar upplifunar ökumanns og farþega.

Nýr Mazda CX-30 er ríkulega búinn og má þar nefna bakkmyndavél, GPS vegaleiðsögn með Íslandskorti, fjarlægðarstillanlegan hraðastilli, blindpunktsaðvörun, lyklalaust aðgengi, 8,8“ skjá, stafrænt mælaborð, framrúðuskjá og rafdrifna opnun á afturhlera. Mazda CX-30 fæst bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg mun bíllinn kosta frá 4.050.000 krónum.

Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
Hinn nýi Mazda CX-30
mbl.is