„Vetnisbíllinn er vitfirring“

Höfuðstöðvar Volkswagen (VW) í Wolfsburg.
Höfuðstöðvar Volkswagen (VW) í Wolfsburg. AFP

Af orðum Herberts Diess forstjóra Volkswagen á bílasýningunni í Frankfurt má ætla að seint eða aldrei smíði VW bíl knúinn vetni.

„Vetnisbíllinn er vitfirring,“ sagði Diess í ræðu á sýningunni.

Ekki eru allir honum sammála svo gjörla og nægir í því sambandi að líta til  Toyota, BMW, Hyundai, Honda og Mercedes svo nefndir séu nokkrir bílsmiðir sem eru að fást við þróun og smíði vetnisbíla.

Á sama tíma reit einn af stjórnarmönnum VW, Stephan Weil, grein í viðskiptablaðið Handelsblatt þar sem hann sagði meðal annars: „Vetni getur snúið hugmyndinni um hreyfanleika á hvolf.“ Þótti hann, ólíkt forstjóranum, einkar jákvæður fyrir vetnisbílum.

mbl.is