Bíll ökukennaranna 2019

Ökukennari leiðbeinir nemanda sínum.
Ökukennari leiðbeinir nemanda sínum.

Kia Motors hefur hlotnast óvenjulegur heiður en bíllinn Kia Ceed hefur verið valinn „ökukennarabíll ársins 2019“.

Viðurkenningin er fengin hjá svonefndum „Intelligent Instructor Awards“ í Bretlandi.

Sakir fjölhæfni og nytsemi er Ceed sagður kjörinn bíll fyrir ökukennara. Stillanleg sæti og stýrishjól ásamt góðu útsýni í allar áttir gera hann ákjósanlegan bíl fyrir ólíka ökunema sem kennara.

David Motton, ritstjóri FirstCar, sem fyrir verðlaununum stendur, og dómari segir Ceed „hagstæðan í verði, vel búinn, öruggan og viðráðanlegan í rekstri. Hann sé nógu rúmgóður til að vera kennaranum nytsamur og auðveldur nemandanum í meðförum.“

Í fyrra var Citroen C3 valinn ökukennarabíll ársins 2018.

mbl.is