Færri bílum stolið

Fiat Ducato sendibíll.
Fiat Ducato sendibíll.

Bílþjófnuðum í Þýskalandi hefur fækkað en eftirsóttustu módel ræningjanna eru frá þýskum bílamerkjum.

Alls var 16.513 bílum rænt í Þýskalandi í fyrra, 2018, eða að jafnaði 45 á dag, að öllum 365 dögum ársins meðtöldum.  Var þó um 13% samdrátt að ræða frá árinu áður.

Stuldur vörubíla dróst enn meira saman eða 22,6%. Rán á léttum sendibílum eins og Fiat Ducato, Ford Transit og Mercedes Sprinter jókst hins vegar og það um heil 22%.

mbl.is