Spyrna við fótum í mælaborðið

Varasamt getur verið að spyrna fótum í mælaborðið því komi …
Varasamt getur verið að spyrna fótum í mælaborðið því komi til áreksturs getur það valdið alvarlegum fótameiðslum.

Þegar fólk á sér einskis ills von á það til að bragðast við í óðagoti ef skyndilega virðist stefna í hættu, s.s. af völdum aðvífandi farartækis.

Í fáti sínu bregst það við með ýmsum hætti. Helst með því að grípa í eitthvað til að styðja sig við eða spyrna við fæti.

Þannig segir franska bílaritið Auto Plus rannsóknir sýna, að fjórðungur framsætisfarþega setji fæturna upp á mælaborðið og spyrni fast ef það verður skelkað vegna ímyndaðrar eða raunverulegrar hættu.

Komi til áreksturs gæti það reynst afdrifaríkt því líknarbelgur mælaborðsins skýst út á 300 km hraða og geta valdið alvarlegum meiðslum.

Samtökin Prevention routiere, sem láta sig umferðaröryggi vara, segja að sumarið sé besti tíminn til að slaka á hraðanum og gæta vel að sér. Hvetja þau ökumenn til að láta af því að stjórna bíl klæddir sandölum. Það sé óheppilegur skófatnaður undir stýri en 41% ökumanna brúkar hann á sumrin. Jafnframt að muna betur eftir stefnuljósunum sem gleymist í sex tilvikum af tíu.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »