Audi fellir seglin

Úr Audi A7.
Úr Audi A7. mbl.is/Árni Sæberg

Þýski bílsmiðurinn Audi þarf að rifa seglin og grípa til hagræðingaraðgerða til að ná fram sparsemi í rekstrinum.

Sparnaðarkrafan hljóðar upp á 15 milljarða evra og á að vera um garð genginn árið 2022.

Meðal annars mun þetta þýða að dregið verður úr framleiðslu í bílsmiðjum Audi í Ingolstadt og Neckarsulm. Í staðinn verður framleiðsla Audi-bíla í bílsmiðjum utan Þýskalands aukin.

Þá ræða forsvarsmenn Audi og móðurfélagsins Volkswagen hvort ástæða sé til að Audi framleiði bíla í öllum stærðarflokkum. 

Íronían við þetta er að slagorðið „Rökrétt Audi“ var hugarfóstur Bram Schot sem tók við forstjórastarfi fyrir ári en vermdi ekki stjórasætið mjög því þegar hefur verið ákveðið að leysa hann frá störfum hjá Audi og setja fyrrverandi innkaupastjóra BMW, Markus Düsmann, í hans stað.

mbl.is