Laus við öll umferðarljósin

Umferðarljósin eru nú horfin úr franska bænum Abbeville og umferðarhraði …
Umferðarljósin eru nú horfin úr franska bænum Abbeville og umferðarhraði hefur lækkað við það.

Því var fagnað í franska bænum Abbeville um helgina að síðustu umferðarljósin voru tekin niður þar í bæ fyrir helgi. Á þetta að leiða til minni umferðarhraða í þessum 25.000 manna bæ.

Bæjarstjórinn í Abbeville, sem er í sýslunni Somme, hefur haft þetta að baráttumáli í áratug; að fækka ljósunum smátt og smátt svo ökumenn og aðrir hefðu tíma til að aðlagast breytingunni.

Íbúarnir hafa kvartað undan miklum hraða gegnum bæinn en um hann fara 65.000 ökutæki á dag að jafnaði.

Voru 11 gatnamót í bænum ljósastýrð en hafist var handa við að uppræta ljósin árið 2010. Á öllum þeirra hafa hringtorg tekið við af ljósunum og þykir það hafa sýnt sig að þau hafa dregið verulega úr ökuhraða gegnum Abbeville.

Talið er að fleiri bæir og borgir kunni að nota dæmið frá Abbeville til að fækka umferðarljósum hjá sér, ekki síst ef vel tekst til þar. Það fylgir fregninni að í Frakklandi öllu séu um 30.000 ljósastýrð gatnamót og þeim fari fjölgandi. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: