Sport- og lúxusbílar „straujaðir“

Ferrari 360 Spider ofursportbíllinn leggst saman undan farginu sem jarðýtan …
Ferrari 360 Spider ofursportbíllinn leggst saman undan farginu sem jarðýtan er.

Unnendur kraftmikilla sportbíla líta eflaust undan þegar þeir sjá þessa mynd. Jarðýtan stóra er nefnilega hér komin upp á bak Ferrari 360 Spider en eigandi hans fór á svig við lög og reglur ogh galt fyrir það.
 
Atburður þessi átti sér stað nýverið á Filippseyjum en þar glíma stjórnvöld við stórtæka glæpaöldu. Hafa þau reynt að fæla gengin frá glæpum með því að ganga einkar hart gegn fram gegn þeim. Þau auglýsa og aðgerðir sínar öðrum til viðvörunar.

Ólöglega innfluttur Ferraribíllinn var kærkomið skotmark lögreglu- og tollyfirvalda. Hann var ekki réttilega tilgreindur á innflutningspappírum. Var skráður sem bílavarahlutir en ekki bíll, til að komast hjá mjög háum innflutningsgjöldum á bílum.  

Ferrarinn er ekki fyrsti lúxus- eða ofursportbíllinn sem „straujaður“ í baráttunni gegn glæpum á Filippseyjum. Sömu örlög höfðu t.d. bílar frá Mercedes-Benz og Porsche hlotið, jafnvel margir í einu. Einn daginn fóruu samtals 68 bílar undir jarðýtuna.

mbl.is