Blóðhundurinn nálgast metstilraun

Blóðhundurinn við reynsluakstur.
Blóðhundurinn við reynsluakstur.

Breski ofurbíllinn Bloodhound, eða Blóðhundurinn, nálgast óðfluga að reynt verði að slá á honum hraðamet.

Eiginlega er farartækið geimskip að hálfu og kappakstursbíll að hálfu. Hefur það verið við undirbúningstilrauir í Suður-Afríku að undanförnu.

Við æfingaakstur í gær, miðvikudag, náði Blóðhundurinn 501 mílu ferðhraða eða sem svarar 806 km/klst. Þrátt fyrir þann árangur er hálft eða heilt ár í að atlaga verði gerð að hraðametinu á landi, sem hljóðar upp á 763 mílur, eða 1.228 km/klst.

Blóðhundurinn er hannaður til að geta í fyllingu tímans náð  allt að þúsund mílna, eða 1.609 km, hraða.

mbl.is