G-wagon verður rafbíll

Mercedes Benz G - Class
Mercedes Benz G - Class mbl.is/​Hari

Mercedes hefur staðfest að hinn annálaði jeppi G-class  verði smíðaður sem hreinn rafbíll. Tegundarheiti hans verður að öllum líkindum EQG.

Með þessu er Mercedes komið með keppinaut í Tesla Model X og í væntanlegum hreinum rafbíl  Range Rover.

Fyrir utan jeppann volduga skartar Mercedes nú þegar tveimur rafmögnuðum bílum, EQC jeppanum og lúxusfjölnotabílnum EQV.

Ekkert hefur verið látið upp um tæknilegar útfærslur í nýja rafbílnum. Verði það í líkingu við EQC þá er hann búinn tveimur rafmótorum og 80 kílóvattstunda rafgeymi, sem skila 403 hestöflum og 760 Nm torki.

mbl.is