Tesla tók Gullna stýrið

Elion Musk með gullstýrið þýska sem Model 3 færði honum.
Elion Musk með gullstýrið þýska sem Model 3 færði honum.

Hin eftirsótta viðurkenning „Gullna stýrið“, með öðrum orðum bíll ársins í Þýskalandi, var kunngjörð í vikunni. Viðurkenningin er veitt í sjö stærðarflokkum bíla.

Það er forlag bílablaðsins Auto Bild sem stendur fyrir viðurkenningunni ár hvert og koma lesendur tímarita forlagsins þar við sögu. Velja þeir þrjá til úrslita í hverjum flokki úr tíu tilnefndum bílum. Tekur síðan dómnefnd við.

Langflest stig í vali hennar hlaut rafbíllinn Tesla Model 3 en hann varð jafnframt hlutskarpastur í flokki meðalstórra- og stórra bíla.

Í flokki smábíla varð hlutskarpastur Audi A1 Sportback 30 TFSI, í flokki smærri fjölskyldubíla sigraði BMW M135i xDrive og Mazda CX-30 Skyactiv-D 1.8 í flokki borgarjepplinga.

Í flokki sportjeppa kom Jaguar I-Pace út á toppnum og Audi e-tron 55 quattro í flokki stórra jepplinga.

Toyota GR Supra 3,0 varð hlutskarpastur í flokki sportbíla og fegurðarverlaunin féllu BMW 8 í skaut.

Þá voru valdir bestu bílar eftir verðflokkum og varð Skoda Kamiq hlutskarpastur bíla sem kosta undir 25.000 evrum á götuna. Í flokki bíla undir 35.000 evrum varð svo efstur Kia XCeed.

mbl.is