Pöntunum rignir inn

Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar.
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar. AFP

Óhætt er að segja að pöntunum í rafknúinn pallbíl hafi rignt inn í höfuðstöðvar bandaríska afbílasmiðsins Tesla síðustu daga.

Aðeins tveimur dögum eftir misheppnaða frumsýningu Tesla Cybertruck höfðu borist 146.000 pantanir í bíleintak, að því er forstjórinn Elon Musk tilkynnti á twittersíðu sinni.

Musk roðnaði upp fyrir haus er ætlaðar skotheldar rúður bílsins splundruðust er sýna átti fram á óbrjótanleik þeirra. Við það og slaka dóma hrundi gengi verðbréfa Tesla um 6,1%. Af þeim völdu 42% tvímótor, 41% þrímótor og 17% einfaldan.

Kápa Cybertruck er úr sama málmefni og Musk áformar að smíða SpaceX Starship geimflaug sína. Við frumsýninguna sagði Teslastjórinn að bíllinn kæmist úr kyrrstöðu í hundraðið á um þremur sekúndum.

Ódýrasta útgáfan kostar 39.900 dollara í Bandaríkjunum og mun búa yfir 400 kílómetra drægi. Lúxusútgáfa verður með tvöfalt meira drægi og mun kosta 69.900  dollara. Ekki hefur verið dagsett hvenær Cybertruck kemur á götuna. Greinendur segja að það geti í fyrsta lagi orðiðárla ársins 2022.

Litlar líkur þykir sérfræðingum á því að Teslabíllinn óvenjulegi storki langvinsælasta pallbílll Bandaríkjanna, Ford, og öðrum hefðbundnari pallbílum.

Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar.
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar. AFP
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar.
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar. AFP
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar.
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar. AFP
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar.
Elon Musk kynnir nýja rafbílinn Tesla Cybertruck til sögunnar. AFP
Tesla Cybertruck frumsýndur í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu.
Tesla Cybertruck frumsýndur í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu. AFP
mbl.is