Ferrari fyrst með rafbíl eftir 2025

Ferrari Purosangue verður fyrsti jeppi ítalska sportbílasmiðsins. Bíllinn er væntanlegur …
Ferrari Purosangue verður fyrsti jeppi ítalska sportbílasmiðsins. Bíllinn er væntanlegur 2021.

Ítalska sportbílasmiðnum Ferrari virðist ekkert liggja á að blanda sér í hóp hefðbundinna bílaframleiðenda og smíða rafbíl.

Talsmaður Ferrari, Louis Camiller, segir að ekki sé útlit fyrir að Ferrari komi með rafbíl á markað fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2025. Kennir hann óviðunandi rafgeymatækni um.

„Vissulega erum við að skoða framleiðslu hreins rafbíls, en í fyrirsjáanlegri framtíð kjósum við frekar tvinnbíl. Ég hef það á tilfinningunni að við sendum ekki frá okkur rafbíl fyrr en eftir 2025. Rafgeymarnir eru ekki á þeim stað í þróuninni sem þeir þyrftu að vera. Það vantar verulega á drægið, bílhraða og hraða rafhleðslunnar,“ sagði Camilleri.

Hann bætti við að kaupendur Ferrari-bíla væru farnir að láta í ljós „mikinn áhuga“ að fá tvinnútgáfu á markaðinn. Sagði hann ítalska sportbílasmiðinn fara sér hægt við þróun rafbíls til að tryggja að módel af því tagi endurspegli „Ferrari-genin“. agas@mbl.is

Ferrari Purosangue verður fyrsti jeppi ítalska sportbílasmiðsins. Bíllinn er væntanlegur …
Ferrari Purosangue verður fyrsti jeppi ítalska sportbílasmiðsins. Bíllinn er væntanlegur 2021.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: