BL með 61% rafbílamarkaðarins 2019

Nissan Leaf rafbíll frá BL.
Nissan Leaf rafbíll frá BL. mbl.is/Valgarður Gíslason

Umhverfismildir bílar sækja fast á á markaðnum, samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu BL, sem var með tæplega 61% hlutdeild í þessum bílageira á árinu.

Nissan Leaf var langsöluhæstur rafbíla BL með 194 nýskráningar og fast á hæla hans kom Hyundai Kona með 187 skráningar.

„Greinilegt er að einstaklingar líta í síauknum mæli til rafbíla og annarra umhverfismildra lausna þegar kemur að bílakaupum og má geta þess að rafbílar rúmlega tvöfölduðu hlutdeild sína á innanlandsmarkaði milli áranna 2018 og 2019 þar sem hún fór úr 6% í rúm 13% prósent,“ segir í tilkynningu.

Hlutdeild tvinnbíla jókst einnig á árinu, fór úr 7% í 13,3% á sama tíma og hlutdeild tengiltvinnbíla dróst saman um tvö prósentustig, fór úr 17,5% í 15,5%, sem skýrist að mestu leyti af framboðsskorti. Þá minnkaði sala á hefðbundnum bensínbílum um 3,9% og dísilbílum um 7,2% milli ára.

Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla 2019.
Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla 2019.
mbl.is