Lamborghini slær öll met

Lamborghini Urus var kynntur evrópskum blaðamönnum á Íslandi 2018.
Lamborghini Urus var kynntur evrópskum blaðamönnum á Íslandi 2018. mbl.is/​Hari

Lamborghini hefur aldrei selt eins marga bíla og á nýliðnu ári. Munar þar mest um roksölu ofurjeppans Urus.  

Heildarsalan nam 8.205 bílum 2019 sem var 43% aukning frá árinu áður, 2018. Þar af fóru 4.962 eintök af Urus til kaupenda sinna.

Árið 2019 var hið fyrsta fulla söluár Urus-jeppans  en seldur fjöldi hans í fyrra jaðrar við að vera sá sami og heildarsala allra módela Lamborghini í hitteðfyrra.                                       

Endurbætt útgáfa af Huracan, svonefndur Evo, bættist í bílalínu Lamborghini í fyrra og seldust 2.139 eintök af honum.
Flaggskipið Aventador seldist í 1.104 eintökum.

Stærsti markaður ítalska bílsmiðsins er í Bandaríkjunum en þangað fóru 2.374 bílar á nýliðnu ari. Í Kína, Hong Kong og Macau seldust 770 og í Bretlandi 658.

mbl.is