19 rafmögnuð módel hjá Brimborg

Rafbílar frá Peugeot, Ford og Volvo í sýningarsal Brimborgar.
Rafbílar frá Peugeot, Ford og Volvo í sýningarsal Brimborgar.

Brimborg býður 19 gerðir hreinna rafbíla og tengiltvinnbíla frá þeim fimm bílaframleiðendum sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir. Segir umboðið þá henta mismunandi þörfum Íslendinga.

„Brimborg er í forystu þegar kemur að úrvali rafmagnaðra bíla. Brimborg hefur nú þegar frumsýnt eða sett í forsölu rafmagns- og tengiltvinnbíla í vefsýningarsal sínum. Þar finna neytendur ítarlegar upplýsingar um allar gerðir nýrra bíla frá Brimborg sem eru á lager eða eru í pöntun frá Ford, Volvo, Mazda, Citroen og Peugeot. Þar er opið allan sólarhringinn allan,“ segir í tilkynningu.

Margar frumsýningar framundan

Fyrstan má þar má Volvo XC90 fjórhjóladrifinn tvinnjeppan, sjö sæta og 390 hestafla bíl með 44 km drægi á rafmagninu einu. „Með þremur akstursstillingum sem þú getur valið um geturðu farið í gegnum daginn án losunar gróðurhúsalofts á hreinni rafmagnsstillingu (Pure Electric Mode), brunað í gegnum hann í raforkuham (Power Mode) eða hámarkað skilvirkni og möguleika með tvinnstillingu (Hybrid Mode).“ Verð þessa bíls er frá 10.590.000 krónum.

Þann 1. febrúar frumsýnir Brimborg Peugeot 3008 fjórhjóladrifinn tengiltvinn sportjeppa. Hér er um að ræða glænýjan tvinnbíl er kemst 59 km á rafmagninu einu. Hann er ýmist 225 eða 300 hestafla og fáanlegur fjórhjóladrifinn eða framhjóladrifinn. Verðið er frá 5.230.000 kr.

Hálfum mánuði seinna, eða 15. febrúar frumsýnir  Brimborg hreinan Peugeot e-208 rafbíl. Sá er einnig splunkunýr og  með allt að 340 km drægi á rafhleðslunni. Tekur innan við hálftíma að hlaða hann að fjorum fimmtu, 80%. Verð hans er frá 3.790.000 kr. Þennan bíl má einnig fá sem bensín- eða dísilbíl.

Loks verður frumsýndur í apríl nýr Ford Explorer aldrifinn tengiltvinnbíll. Að sögn Brimborgar er þar um að ræða rúmgóðan sjö sæta og 457 hestafla jeppa. Á rafmótorunum einum má aka allt að 42 kílómetra. Er verð bílsins frá 10.990.000 krónum.

Peugeot 208 rafbíllinn.
Peugeot 208 rafbíllinn.
Peugeot 3008 tengiltvinnbíll.
Peugeot 3008 tengiltvinnbíll.
Volvo XC90 T8 tengiltvinnbíll.
Volvo XC90 T8 tengiltvinnbíll.
Ford Explorer
Ford Explorer
mbl.is