Dekkjamengun þúsund sinnum verri

Yfirvigt af stærri gerðinni.
Yfirvigt af stærri gerðinni.

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að losun dekkja í akstri geti verið miklu meiri og verri en sú mengun sem kemur út um púströrið á bíl. Við rannsóknina var brúkaður vinsæll fjölskylduhlaðbakur á splunkunýjum og rétt loftfylltum dekkjum.

Samkvæmt Euro 6D-losunarreglunum má ekki stafa meiri losun frá bíl en sem nemur 0,0045 g/km af sótögnum. Stofnunin Emissions Analytic, sem annaðist rannsóknina, hefur leitt í ljós að samanlögð losun dekkja, bremsa og vegaryfirborðs hafi numið 5,8 g/km. Með öðrum orðum er losunin 1.289 sinnum meiri en úr púströrinu kemur.

Sem stendur gilda engar reglur um mengun frá dekkjum bíla. Raunveruleikinn mun líka vera sá að hlutfallslega mjög fáir bílar séu á dekkjum með réttum loftþrýstingi, sem mun þýða að önnur losun frá bílum en í útblæstri gæti verið miklu verri en í prófunum Emissions Analytics.

Opinber bresk sérfræðinganefnd sem fjallar um loftgæði hefur kallað eftir því að viðurkennt verði að dekk, bremsur og vegir séu uppspretta öragnamengunar, og jafnvel þegar rafbílar eru annars vegar. Telur nefndin að öragnalosun rafbíla geti jafnvel verið verri en frá sambærilegum bensín- eða dísilbíl.

„Tímabært er að skoða ekki bara hvað úr púströrinu kemur heldur og öragnamengunina frá sliti á dekkjum og bremsum,“ segir Richard Lofthouse, rannsóknarmaður hjá Emissions Analytics. „Prófanir okkar hafa leitt í ljós að átakanlega mikil öragnamengun stafi frá dekkjum – þúsund sinnum meiri og verri en frá útblæstri vélarinnar. Enn skelfilegra er að á meðan losun í útblæstri hefur sætt ströngum reglum um árabil gilda engar reglur um dekkin. Og með vaxandi sölu þyngri jeppa og rafgeymisdrifinna rafbíla er önnur losun en úr púströri alvarlegt vandamál,“ segir Lofthouse.

Nick Holden, forstjóri Emissions Analytics, segir að með tímanum þurfi bílaframleiðendur að finna leiðir til að létta bíla. „Löngu tímabærar reglur til að taka á þeim vanda eru í aðsigi. Hvort það leiðir til sérstakra losunarlítilla og lítt slítanlegra dekkja getum við ekki spáð um, en tími breytinga er runninn upp.“ agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »