Upplýsingar varðandi „Allir vinna“

Á bílaverkstæði.
Á bílaverkstæði.

Búið er að útbúa síðu á heimasíðu Bílgreinasambandsins (BGS) þar sem nálgast má upplýsingar er varðar endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við fólksbíla. 

„Ekki er enn orðið ljóst hvenær verður hægt að sækja um endurgreiðslu hjá Skattinum en þessi síða verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar berast og svör við helstu spurningum verða jafnframt sett inn. Einnig er hægt að skrá sig á síðunni með því að smella á hnapp og skrá nafn og netfang ásamt spurningu eða athugasemd og þá verður látið vita þegar nýjar upplýsingar um málið berast,“ segir í tilkynningu.

Á heimasíðu BGS er fólki einnig auðveldað ferlið við að finna þjónustuaðila eða verkstæði. Með því að smella á hlekk er hægt að leita eftir landsvæðum og/eða eftir einstökum þjónustuþáttum, allt eftir þörfum hvers og eins.

mbl.is