Dacia Sandero ódýrastur að eiga

Dacia Sandero Stepway.
Dacia Sandero Stepway.

Eru þið á höttum eftir nýjum heimilisbíl sem er hræbillegur í rekstri? Bíl sem getur þjónað daglegum þörfum fjölskyldunnar.

Ekki gerist þörf á að verja mörgum dögum í að skoða og samanbera nýja af smærri gerðinni, alla vega sértu búsettur í Bretlandi.

Ómakið hefur verið tekið af fólki, en breska bílablaðið Auto Express hefur dregið fram hvaða 10 nýju bílar með bensínvél eru hagstæðastir í rekstri miðað við krónur á kílómetra.

Minnst koma tvö módel frá Sandero við pyngjuna, að sögn tímaritsins. En skyldi listinn yfir bílana ekki hljóma eitthvað þessu líkt á Íslandi eins og í Bretlandi:

1. Dacia Sandero 1,0 SCe Access
2. Dacia Logan 1,0 SCe Access
3. Toyota Aygo 1,0 VVTi X 5dr
4. Kia Picanto 1,0 '1'
5. Dacia Duster 1,6 SCe Access 4x2
6. Volkswagen Up! 1.0 Take Up! 3dr
7. Citroen C1 1,0 VTi Touch 3dr
8. Hyundai i10 1,0 Play
9. Ford Ka+ 1,2 Studio
10. Mitsubishi Mirage 1,2 '3'

Dacia Sandero Stepway.
Dacia Sandero Stepway.
mbl.is