Kínverskur rafsendibíll heillar Norðmenn

Maxus e-Deliver 3 heillar Norðmenn.
Maxus e-Deliver 3 heillar Norðmenn.

Norðmenn virðast spenntir fyrir kínverskum rafsendibíl því þeir hafa nú þegar fyrirframpantað 600 eintök, en til Noregs er bíllinn þó ekki væntanlegur fyrr en síðsumars.

Um er að ræða myndugan bíl frá bílsmiðnum Maxus með því reisulega nafni e-Deliver 3. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort hann á eftir að birtast á íslenskum bílamarkaði.

Hér er ekki um algjörlega óþekktan bíl að ræða því Maxus hefur verið á markaði í Noregi í eitt ár með módelið EV80. Módelið e-Deliver 3 er fyrsta viðbótin við Maxus-fjölskylduna. Til samanburðar er hann í sama stærðarflokki og til dæmis Volkswagen Transporter.

E-Deliver 3 skilur sig frá hópi annarra rafvörubíla, þar sem hann er byggður upp af rafbílaundirvagni. Keppinautarnir hafa flestir kosið að smíða rafsendibíla upp af undirvagni fyrir bensín- og dísilbíla.

Bíllinn er með uppgefið 342 km drægi (WLTP) en hann er allur léttur í smíði. Þetta drægi er aðeins meira en hjá fjórburunum sem væntanlegir eru frá PSA Peugeot Citroën og Toyota í haust.

Kaupendur geta valið milli tveggja rafgeyma; 35 og 52,5 kílóvattstunda.

Þá fæst bíllinn í tveimur stærðum hvað vörurými varðar, eða 4,8 og 6,3 rúmmetra. Sá minni tekur tvö venjuleg vörubretti en sá stærri þrjú. Ein fyrsta spurningin sem iðnaðarmenn spyrja er hvort koma megi 2,4 metra löngum byggingavörum, eins og gifsplötum, fyrir í honum. Svarið er já – í lengri útgáfunni.

Gefið er upp að þeir geti borið allt að 1.275 kílóa arðfarm og dregið á eftir sér kerru með allt að þúsund kílóum. Frá Maxus hefur einungis verið upplýst að arðfarmur e-Deliver 3 muni liggja á bilinu 800 til 1.000 kíló, allt eftir því hver útfærslan verður, þ.e. hvor bílstærðin og rafgeymirinn. agas@mbl.is

Maxus e-Deliver 3 heillar Norðmenn.
Maxus e-Deliver 3 heillar Norðmenn.
Maxus e-Deliver 3 heillar Norðmenn.
Maxus e-Deliver 3 heillar Norðmenn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »