VW dæmt til að kaupa bílana til baka

Ský vandræða hrúgast upp hjá Volkswagen.
Ský vandræða hrúgast upp hjá Volkswagen. AFP

Sambandsdómstóll í Karlsruhe (BGH)  dæmdi í dag þýska bílsmiðinn Volkswagen til að greiða til að kaupa til baka bíla sem svikabúnaði hafði verið komið fyrir í til að blekkja mengunarmæla.

Dómstóllinn staðfesti í raun dóm undirréttar  um að stefnandi málsins, Herbert nokkur Gilbert, geti skilað bíl sínum til Volkswagen. Hann verði hins vegar að taka á sig afslátt af upprunalegu kaupverði fyrir þann tíma sem hann brúkaði bílinn.

Tilgangurinn með búnaðinum var að láta svo líta út fyrir á mengunarmælingum skoðunarstöðva að bílarnir menguðu minna en raun bar vitni um.
 
 Dómurinn er sagður fordæmisgefandi fyrir þúsundir málssókna í svonefndu „dísilgate“ þýskrar bílaframleiðslu.

mbl.is