Fyrsti jeppi Aston Martin úr smiðju

DBX jeppi Aston Martin er tekinn að renna af færiböndum.
DBX jeppi Aston Martin er tekinn að renna af færiböndum. AFP

Fyrsti jeppi Aston Martin  rann í forliðinni viku af færiböndum nýrrar bílsmiðju í Wales sem sérstaklega var reist til smíði nýja DBX-jeppans.

Vegna viðvarandi erfiðleika í rekstri og sölu bindur bílsmiðurinn miklar vonir við nýju samsetningasmiðjunnar í Gaydon í Wales. Takist vel til og renni bíllinn út hefði það viðsnúning í för með sér.

Hljóti DBX-jeppinn hins vegar dræmar undir gæti það allt eins orðið til að Aston Martin líði undir lok, svo mikið er í húfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina