Svalur ódýr örbíll frá Kína

Baojun Changli Nemeca
Baojun Changli Nemeca

Baojun er áhugavert bílmerki frá Kína sem smíðað hefur ódýrasta rafbíl heims en hann er af smærri gerðinni. Um er að ræða afurð samstarfsverkefnis General Motors og kínversku bílsmiðanna Wuling.

Baojun á sér allt að tíu ára sögu og hefur yfirleitt selt kringum hálfa milljón bíla á ári. Einu sinni hefur hann rofið milljón bíla múrinn. Upplýsingar um sölu á litla nýja rafdrifna örbílnum liggja ekki fyrir en hér er um splunkunýjan bíl að ræða.

Hann ber heitið Changli Nemeca og kostar aðeins 1.200 dollara, eða sem nemur nokkurn 170 þúsund krónum. Hann er meðal annars seldur hjá vefversluninni Alibaba.

Hjólahafið er 1,75 metrar en að öðru leyti er hann 2,63 metrar á lengd, 1,65 á breidd og 1,59 metrar á hæð. Sem sagt alvöruörbíll en til samanburðar er hjólahaf tvísætungsins Twizy frá Renault 1,69 metrar.

Changli er innréttaður ýmist sem tvísætungur eða þriggja sæta og getur meira að segja fengist fjögurra sæta. Í svo litlum bíl fer vel um tvo en þröngt verður um fleiri.

Gefið er upp að „plús“-útgáfa verði fáanleg með 2,02 metra hjólahafi og 27 sentímetrum meiri heildarlengd, eða 2,90 metrar.

Komi Changli Nemeca til Evrópu er líklegra að hann verði skráður sem örbíll en sem fjórhjól, eins og Ami eða Twizy.

Rafmótorinn er 40 kílóvatta eða 54 hestafla og rafhlaðan 32 kílóvattstunda. Drægi bílsins mun eitthvað umfram 300 kílómetra. Í boði er útgáfa með kraftminni mótor og minni rafgeymi.

agas@mbl.is

Baojun Changli Nemeca
Baojun Changli Nemeca
Baojun Changli Nemeca
Baojun Changli Nemeca
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »