½ milljón fornbíla

VW Bjalla af árgerðinni 1967.
VW Bjalla af árgerðinni 1967.

Þýskir bílar eldast hratt samkvæmt upplýsingum frá þýska bifreiðaeftirlitinu.

Bílar á svokölluðum H-númersplötum - sem ganga manna á meðal undir nafninu Oldtimers - eru komnir í fyrsta sinn yfir hálfa milljón.

Hér er um að ræða bíla 30 ára og eldri. Þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.

Fjölgun þessara gömlu höfðingja hefur verið jöfn og hröð því árið 2011 er fjöldi þeirra skreið upp fyrir 200.000 eintaka markið.

Rúmlega tveir þriðju þessara gömlu bíla eru þýskir og sá fjölmennasti þeirra er rúgbrauðið fræga. Öldungum sem fjölgað hefur mest á bifreiðaskránni eru VW T3 og Mercedes W124.

mbl.is