27,7% færri bílar seldir

Nýir bílar á lager.
Nýir bílar á lager.

Alls seldist 581 nýr fólksbíll í nýliðnum ágústmánuði, sem er 27,7% færra en fyrir ári.

Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa selst 6.254 nýir fólksbílar, eða 31,4% færri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu.

Samdrátturinn helgast fyrst og fremst af færri nýjum bílaleigubílum, en þeir hafa dregist saman um 59,7% á milli ára á meðan bílar til almennra fyrirtækja hafa aðeins dregist saman um 15,3%. Þá hefur sala til einstaklinga eingöngu dregist saman um 4,1%.

mbl.is