Nýorkubílar 64,4% seldra bíla

Peugeot e-208 rafbíllinn er nýr í rafbílaflórunni.
Peugeot e-208 rafbíllinn er nýr í rafbílaflórunni. AFP

Svonefndir nýorkubílar standa fyrir  64,4% af öllum seldum nýjum bílum til einstaklinga það sem af er ári. Þetta hlutfall var 41,7% á sama tíma á síðasta ári.

Svipað gildir um almenn fyrirtæki önnur en bílaleigur en 55,8% allra nýrra bíla sem þau hafa keypt á árinu eru nýorkubílar, samanborið við 38,5% á sama tíma á síðasta ár

Nýorkubílar (rafmagns-, tengiltvinn, tvíorku- og metan) standa fyrir stórum hluta af öllum seldum nýjum bílum á þessu ári.

Bæði einstaklingar og fyrirtæki sækja í auknum mæli í slíka bíla en framboð þeirra er jafnframt alltaf að aukast og því orðið auðveldara að finna bíla sem henta þörfum hvers og eins.

mbl.is