Braust inn í tölvur Tesla

Brotist var inn í tölvur Tesla.
Brotist var inn í tölvur Tesla. AFP

„Alvarleg netárás“ var gerð á tölvur í bílsmiðju bandaríska bílsmiðsins Tesla í Nevadaríki, að sögn forstjórans Elons Musk.

Forstjórinn segir það að þakka starfsmönnum fyrirtækisins og bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), að árásinni var hrundið.

I ljós kom að þar var að verki var 27 ára sem mun hafa boðið starfsmanni Tesla milljón dollara fyrir að koma svikaforriti fyrir í stýrikerfi Tesla bílanna. Með snörum viðbrögðum tókst að hafa hendur í hári tölvuþrjótsins rússneska, sem var handtekinn, að sögn Musk.

mbl.is