Evrópa á toppinn

Rafbíllinn Audi E-Tron Sportback á sýningu í Los Angeles í …
Rafbíllinn Audi E-Tron Sportback á sýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Alls voru nýskráðir 400.000 rafdrifnir bílar í Evrópulöndunum á fyrri helmingi ársins.

Með því tók Evrópa forystu á kínverska rafbílamarkaðinn, sem verið hefur sá stærsti undanfarin ár. Munaði 7.200 bílum, Evrópulöndunum í hag.

Allar spár benda samt til að þetta hafi verið undantekning og að Kínverjar muni endurheimta toppsætið áður en langt um líður. Samkvæmt spám má ætla að árið 2025 verði sex milljónir rafbíla seldir árlega í Kína, vel umfram áætlaða sölu rafdrifinna bíla í Evrópu.

mbl.is