Tugþúsundasti Aventadorinn afhentur

Stoltir bílsmiðir við tíu þúsundasta eintakið af Lamborghini Aventador í …
Stoltir bílsmiðir við tíu þúsundasta eintakið af Lamborghini Aventador í Sant'Agata Bolognese.

Ítalski ofurbílasmiðurinn Lamborghini fagnaði því í nýliðinni viku að þá rann tíuþúsundasti Aventador af færiböndunum í bílsmiðjunni í Sant'Agata Bolognese.

Aventador var hleypt af stokkunum árið 2011 og eflaust voru fæstir á því að hann myndi hljóta jafngóðar móttökur og raun hefur orðið. Kostar hann sitt og ræður þar miklu að skelin um stjórnklefann er handsmíðuð úr koltrefjaefnum. Hið sama er að segja um V12-vélina sem knýr Aventador áfram, sem er einnig handsmíðuð og ber sköpurum sínum gott vitni. Og í bílsmiðjunni er ekki setið auðum höndum vegna velgengni annarra Lamborghini-bíla, svo sem Huracán og Urus.

Tímamótaeintakið kom í hlut kaupanda í Taílandi. Að meðaltali hafa 1.111 eintök verið framleidd á ári, en smíðin hefur verið misjafnlega mikil með tilkomu sérútgáfusmíði og uppfærðrar frumútgáfu bílsins.

Á tímum hertra reglna um bílsmíði og búnað á heimsvísu þykir velgengni Lamborghini Aventador endurspegla sterka ást í garð merkisins. Þykir ekki sjálfsagt að ofursportbíll nái fimm stafa sölutölu. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »