Stærðin skiptir suma karla máli

Vera má að það liggi léttar fyrir konnum að skipta …
Vera má að það liggi léttar fyrir konnum að skipta um bíl en körlum.

Flestir ökumenn eru ánægðir með stærð bíla sinna en tíundi hver karl kveðst ætla kaupa sér einn stærri næst, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á fyrirætlunum neytenda, sem gerð var fyrir bílasölukeðjuna BuyaCar.co.uk

Greining á svörum úr könnuninni leiddi ennfremur í ljós gífurlegan mun á
ánægju kynjanna hvað varðaði núverandi stærð heimilisbílsins og væntinga þeirra til næstu bílkaupa; hvort vonir stæðu til stærri bíls eða smærri.

Núverandi bíll reyndist sá ákjósanlegasti að stærð, hvorki vildu eigendur þeirra stærri bíl né minni. Væri enn dýpra kafað í svörin langaði körlum frekar að skipta um bílstærð næst en konum, hvort sem var minni bíll eða stærri.

Á áttunda hundrað bíleigenda voru spurði hvort þeir hygðust halda sig við sama bílstíl eða fá sér annars konar bíl næst. „Einhvern áþekkan“ svöruðu 78,9% kvenna en 71% í hópi karla sem voru mun líklegri til að vilja skipta um bíl en konur, óháð stærð.

Karlar voru tvisvar sinnum líklegri til að minnka við sig bílstærð, eða 11,1% gegn 5,3%. Meðan 7,9% kvenna vonuðust til að geta látið núverandi bíl ganga upp í kaup á einum stærri hækkaði hlutfallið í 11% hjá körlum.

Loks reyndust karlar tvisvar sinnum líklegri til að segja sinn næsta bíl verða fjórhjóladrifinn eða stóran jeppling. Konur eru aftur á móti fjórum sinnum líklegri til að vilja skipta yfir á smærri borgarbíl.

mbl.is