Mun færri á ferð um hringveginn

Trukkur á suðurleið, hér við Svignaskarð í Borgarfirði.
Trukkur á suðurleið, hér við Svignaskarð í Borgarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Útlit er fyrir að umferð á hringveginum á þessu ári verði um 13% minni en í fyrra séu ályktanir dregnar af tölum frá Vegagerðinni. Í október sl. dróst umferð á veginum umhverfis landið saman um 21,5% sé þessi sami mánuður í fyrra hafður sem viðmið.

Vegagerðin byggir tölur sínar á upplýsingum úr 16 teljurum við hringveginn. Samkvæmt þeim dróst umferðin á Norðurlandi saman um 38% í október frá sama mánuði 2019. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er samdrátturinn minnstur, eða um 13%. Mesti samdráttur í umferð milli októbermánaða hingað til var 2010-2011, 6,7%.

Af einstaka stöðum nú dróst umferð mest saman á Mýrdalssandi eða um 76%, sem er nýtt met. Búist er við að samdráttur á þessum stað verði 55% þegar árið verður gert upp. Það yrði hið mesta á landsvísu miðað við tölur úr teljurunum góðu við hringveginn, sem er alls 1.322 kílómetrar.

Áfram helst, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar, að mest umferð er á föstudögum. Fæstir eru á ferð nú á laugardögum, sem áður var á þriðjudögum. Annars hefur umferð alla daga vikunnar minnkað í ár á tímum Covid-19, mest á sunnudögum eða um 18%. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »