Opel Vivaro-e sendibíll ársins 2021

Opel Vivaro–e sendibíll ársins hjá bílaritinu WhatCar.
Opel Vivaro–e sendibíll ársins hjá bílaritinu WhatCar.

Bílablaðið What Car tilkynnir um val sitt á bílum komandi árs um þetta leiti og nú hefur niðurstaða þess fyrir næsta ár verið kunngjörð.

Þar trónir rafknúinn Opel Vivaro–e í efsta sæti með titilinn sendibíl ársins 2021.

Í umsögn dómnefndar kemur fram að litið sé til fjömargra þátta til að ná fram niðurstöðu og samkeppnin hafi sjaldan verið eins hörð.

Með ítalegum samanburði hafi komið í ljós að rafmagns útgáfa þessa vinsæla atvinnubíls frá Opel hafi átt vinninginn í mörgu tilliti; hleðslurýmið sé stórt og haganlega skipulagt, akstursþægindi framúrskarandi og vinnusvæði séu vel hönnuð og til fyrirmyndar.

Þá er bent á að Opel Vivaro-e henti jafnt í verkefni hjá einyrkjum sem stórum fyrirtækjum, svo fremi að tryggður sé aðgangur að rafhleðslu.Aðeins tekur um 30 mínútna hleðslu að bæta 257 km við drægi bílsins.

Þeir sem vilja kynna sér verðlaunasendibíl þennan fá allar upplýsingar um hann hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi. 

mbl.is