Verðið er ennþá leyndarmál

Citroen e-Berlingo rafsendibíllinn.
Citroen e-Berlingo rafsendibíllinn.

Minnsti rafsendibíll PSA-samsteypunnar er handan hornsins en drægi hans verður 275 km og arðfarmur allt að 800 kíló. Verðið á honum er enn sem komið er leyndarmál.

Þegar nýja bílnum verður hleypt af stokkum kemur í ljós hvort hann verður Peugeot, Citroën eða Opel, eða aðeins einn þessara. Líklegast þykir að niðurstaan verði Peugeot e-Partner, Citroën e-Berlingo og Opel Combo-e.

Fjórði liðsmaðurinn er einnig væntanlegur en það er Toyota-bíll sem er „líffræðilega“ náskyldur bílum PSA-samsteypunnar enda framleiddur í samstarfi við hana.

Litli rafsendibíllinn er byggður upp af sérstökum rafbílsundirvagni, CMP, sem PSA framleiðir. Rafgeymir bílanna er í gólfinu og skerðir ekki geymslurýmið. E-Berlingo verður framleiddur í tveimur stærðum, 4,40 (M) og 4,75 (XL) metra löngum. Mesta hæð bílsins verður 1,84 metrar. Sæti verða fyrir tvo eða þrjá, en með því að fella farþegasætin niður skapast möguleiki til að flytja allt að 3,09 metra stykki í M-útgáfunni og 3,44 metra löng í XL-útgáfu bílsins.

Hlaða má e-Berlingo tveimur euro-pöllum af vörum. Hann hefur verið vinsæll hjá iðnaðarmönnum.

Rafmótorinn er 100 kílóvatta sem jafngildir 136 hestöflum. Togið er 260 Newton-metrar og hámarkshraði er takmarkaður við 130 km/klst. með stafrænni tækni. Rafgeymirinn er 50 kílóvattstunda og tekur aðeins hálftíma að hlaða hann að 80%. Segir PSA það vera skilvirkustu hleðsluna í þessum stærðarflokki bíla. Búist er við að sendibíllinn komi á götuna síðsumars eða í haust.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Hlaða má e-Berlingo tveimur euro-vörubrettum.
Hlaða má e-Berlingo tveimur euro-vörubrettum.
Citroen e-Berlingo rafsendibíllinn.
Citroen e-Berlingo rafsendibíllinn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: