Hlé á herferð vegna ölvunar Springsteen

Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen. AFP

Rokkstjarnan Bruce Springsteen var handtekin í þjóðgarði í New Jersey og ákærður fyrir glæfraakstur og akstur undir áhrifum áfengis. Af þessum ástæðum hefur bílsmiðurinn Jeep tekið úr umferð auglýsingu sem frumsýnd var á úrslitaleik bandaríska fótboltans.

Springsteen var gómaður 14. nóvember sl. á ströndinni í Sandy Hook. Atvikið fréttist ekki fyrr en í byrjun vikunnar, daginn eftir leikinn mikla en þar var frumsýnd tveggja mínútna jeppaauglýsing með rokksöngvarann í aðalhlutverki.

„Hann hefur frá fyrsta degi verið mjög samvinnuþýður vegna málsins,“ sagði talsmaður þjóðgarðsins um málið. 

Springsteen var einnig kærður fyrir neyslu áfengis í garðinum en þar liggur blátt bann við áfengi. Talsmaður Jeep sagði að auglýsingin yrði ekki endurbirt fyrr en málavextir væru öllu ljósari. Þrátt fyrir ölvun undir stýri ætti boðskapur myndbandsins fullt erindi við almenning.

mbl.is