Afhenda 102 Yutong Eurobus strætó og rútur

Það er eigi lítið verk að taka við 105 rafdrifnum …
Það er eigi lítið verk að taka við 105 rafdrifnum strætisvögnum og rútum á einu bretti.

Yutong Eurobus hefur afhent 102 nýja rafknúna strætisvagna til Keolis í Bergen í Noregi og 3 rafdrifnar rútur til Oslubuss í Ósló og eru allir vagnarnir komnir í notkun. 

Yutong Eurobus er einnig búið að afhenta og klára stóra samninga á rafmagnsvögnum til Danmerkur og Finnlands og unnið er í stórum útboðum til Svíþjóðar. Áætlað er að CO2 losun minnki um 50 tonn miðað við hvern rafknúinn vagn í stað dísilvagns í Bergen samkvæmt upplýsingum frá Keolis.

Yutong Eurobus afhenti Strætó bs. árið 2019 alls 14 rafdrifna stætisvagna sem voru sérstyrktir fyrir íslenskar hraðahindranir og hafa vagnar þessir komið vel út, að því er segkr í  tilkynningu. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs. hefur losun á koltvíiildi (CO2) minnkað um alls 947 tonn við akstur strætisvagna eftir að rafknúnu vagnarnir 14 voru teknir í notkun hér heima. Miðað er við árið 2016 annars vegar og svo aftur 2019 þegar rafknúnu vagnarnir voru teknir í notkun.

„Það er mikið í gangi hjá Yutong Eurobus enda rafdrifnir almenningsvagnar mjög vinsælir um allan heim eins og raunar rafbílar. Rafmagnið er á góðri leið með að taka yfir bílamarkaðinn enda mikil þróun í framleiðslu rafbíla og innviðum rafbílavæðingarinnar í flestum löndum m.a. hér á landi. Á sama tíma eru metan- og dísil strætisvagnar á undanhaldi og víða hreinlega að hverfa úr borgum m.a. í Svíþjóð, Noregi og Kína. Hreinir rafdrifnir almenningsvagnar eru umhverfismildir án útblásturs og með enga hljóðmengun,“ segir Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri Yutong á Norðurlöndunum.

Samhliða rafmagnsvögnum býður Yutong Eurobus upp á heildarlausn með hleðslustöðvar sem eru frá 150 kW upp í 1200 kW einingar sem að geta dugað fyrir allt að 24 vagna sem hægt er að hlaða samtímis. Stöðvar þessar eru sérhannaðar fyrir breytilegt verðurfar sem og köld og votviðrasöm svæði eins og þekkist á Norðurlöndunum.

Benedikt segir að Yutong Eurobus hafi unnið með Yutong verksmiðjunum í Kína í yfir áratug. „Kínverjar eru fremstir í heiminum í dag í rafvæðingu samgangna ekki hvað síst fyrir kaldari svæði en nyrst í Kína fer frostið niður fyrir -35°.  Boðið er upp á stórar rafhlöður og hægt er að velja á milli þess að hafa vagna algjörlega hitaða með rafmagni eða hafa auka miðstöð sem gengur fyrir olíu allt eftir óskum viðskiptavina hverju sinni. Drægnin er almennt á milli 300-400 km á hverri hleðslu og þá er einnig hægt er að hlaða vagnana með hraðhleðslum á milli ferða,“ segir hann.

Yutong er stærsti framleiðandi á rafmagnsvögnum í heiminum í dag og hafa framleitt um og yfir 20.000 vagna árlega sl. ár. Kínverjar framleiddu 99% af öllum rafdrifnum almenningsvögnum árin 2014-2017. Ástæðan er ekki síst sú að kínversk stjórnvöld hafa í um áratug lagt mikla áherslu á að bæta loftgæði í borgum Kína og rafbílar eru taldir umhverfismildustu bílar sem fyrirfinnast á markaðnum.

Yutong Eurobus í umferðinni í Ósló.
Yutong Eurobus í umferðinni í Ósló.
mbl.is