Nýr MG tengiltvinnbíll frumsýndur

MG EHS er vel búinn öryggis- og þægindabúnaði.
MG EHS er vel búinn öryggis- og þægindabúnaði.

BL við Sævarhöfða kynnir á laugardag milli kl. 12 og 16 hinn nýja tengiltvinnbíl, EHS Plug-in Hybrid, frá MG.

Þar er um aðr ræða rúmgóðan jepplingur í stærðarflokki C-SUV með 1.500 kg dráttargetu.

MG EHS er vel búinn öryggis- og þægindabúnaði, er með sjö ára ábyrgð og kemur í tveimur útfærslum, Comfort og Luxury.

Í bílnum er 1,5 lítra eyðslugrönn en snörp 162 hestafla bensínvél með forþjöppu og 122 hestafla rafmótor við 10 þrepa rafstýrða skiptingu. Saman skilar mótorarnir 258 hestöflum og 370 Nm hámarkstogi enda fer MH EHS úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á aðeins 6,9 sekúndum

Saman skila mótorar MG EHS 258 hestöflum og 370 Nm …
Saman skila mótorar MG EHS 258 hestöflum og 370 Nm hámarkstogi.
Þægindi eru mikil í MG EHS.
Þægindi eru mikil í MG EHS.
mbl.is