Brimborg forsýnir Citroën ë-C4 100% rafbíl

Nýr Citroen ë-C4 rafbíll dregur 350 km.
Nýr Citroen ë-C4 rafbíll dregur 350 km.

Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 100% rafbíl á langri forsýningu sem hefst á morun í höfuðstöðvum Brimborgar að Bíldshöfða 8 og lýkur næstkomandi laugardag. Forsala bílsins hefur gengið vel og hefur fjöldi kaupanda þegar tryggt sér nýjan Citroën ë-C4 rafbíl til afhendingar á næstu vikum, að sögn Brimborgar.

Með forsýningunni verður hægt að skoða og prófa bílinn því fyrstu tveir sýningar- og reynsluakstursbílarnir eru komnir í sýningarsal Citroen að Bíldshöfða 8 í Reykjavík.

Bíllinn er sagður á einstaklega hagstæðu verði frá 4.090.000 kr. með 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á 50 kWh drifrafhlöðunni.

Drægi e-C4 skv. WLTP mælingu er 350 km. Bíllinn er framdrifinn,  með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega nútíma- og tæknilegt innra rými með breiðum, mjúkum sætum, forhitun og ríkulegum staðalbúnaði. Citroen e-C4 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti.

Franski bílaframleiðandinn PSA Peugeot-Citroen keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroenbílar verði rafdrifnir fyrir árið 2025.

Citroen hefur verið í fararbroddi tækninýjunga í bílgreininni alla tíð í 100 ára sögu sinni og stígur enn eitt mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með 100% hreina afbílnum Citroën ë-C4.

Í tilkynningu segir að rafbíllinn Citroen e-C4 sé búinn 50 kílóvattstunda (kWh) rafhlöðu og varmadælu sem endurnýtir orku fyrir miðstöðina.

Nýr Citroen ë-C4 rafbíll dregur 350 km.
Nýr Citroen ë-C4 rafbíll dregur 350 km.
mbl.is