Vill milljón rafbíla á göturnar í ár

Merkel sendir nýjan rafbíl VW á götuna við athöfn í …
Merkel sendir nýjan rafbíl VW á götuna við athöfn í bílsmiðju Volkswagen í Zwickau í nóvember 2019.

Angela Merkel vill að milljón rafbíla aki um þýska þjóðvegi. Og henni verður að ósk sinni.

Þessar væntingar Merkel gengu ekki upp árið í fyrra en allar líkur eru á að markmiðið náist áður en hún lætur af kanslaravöldum í september næstkomandi.

Í dag eru um og yfir 600.000 rafbílar í umferðinni í Þýskalandi og með tilliti til spádóma um bílasöluna í ár sem hagfræðingar áætla verði 465.000 eintök ætti milljónasti bíllinn að koma, að óbreyttu, á götuna síðla september.

mbl.is