Eimskip kaupir Maxus-rafsendibíla

Fjallað var um Maxus e-Deliver 3 í bílablaði Morgunblaðsins í …
Fjallað var um Maxus e-Deliver 3 í bílablaði Morgunblaðsins í janúar. Kristinn Magnússon

Flutningafyrirtækið Eimskip hefur fest kaup á rafdrifnum sendibílum frá  kínverska framleiðandanum Maxus. Bílarnir eru af gerðinni e-Deliver 3 og e-Deliver 9 en umboðsaðili Maxus á Íslandi er Vatt ehf., dótturfélag Suzuki bíla hf. í Skeifunni.

Í tilkynningu Eimskips segir að rafsendibílarnir verði nýttir til að sinna vöruflutningum og útkeyrslu á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu en þeir komast allt að 353 km á einni hleðslu. Félagið telur bílana henta vel til notkunar í þéttbýli enda hljóðlátir og liprir í akstri. Þá eru kaupin á Maxus-sendibílunum liður í því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis við vörudreifingu innanbæjar.

Á síðasta ári fjárfesti Eimskip í tveimur metanbílum sen notaðir hafa verið til dreifingar á sendingum á höfuðborgasvæðinu. Félagið hefur það markmið að minnka kolefnislosun sína um 40% fyrir árið 2030.

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri á innanlandssviði Eimskips, ásamt Úlfari Hinrikssyni og …
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri á innanlandssviði Eimskips, ásamt Úlfari Hinrikssyni og Þorsteini Ólafssyni frá Vatt við afhendingu fyrsta rafsendibílsins fyrr í vikunni.
mbl.is