Rafdrifinn pallbíll með veglegt arnarnef

Sem ferðabíll gæti Canoo verið forvitnilegur kostur. Hann virðist næstum …
Sem ferðabíll gæti Canoo verið forvitnilegur kostur. Hann virðist næstum því tilbúinn til innrásar í eitthvert ríkið, svo stæðilegur er hann.

Sprotafyrirtækið Canoo hyggst setja framúrstefnulegan rafmagns-pallbíl á markað árið 2023.

Þykir framsvipur bílsins mjög óhefðbundinn og minnir jafnvel á djörfustu frönsku hugmyndabílana, en kúpt og risastór framrúðan nær alveg að fremstu brún ökutækisins.

Afturhlutinn er hins vegar frekar hefðbundinn í útliti og ætti rúmgóður pallurinn að þjóna hlutverki sínu vel.

Aflrásin framleiðir 600 hestöfl og um 745 Nm, en Canoo áætlar að drægni bílsins verði um 320 kílómetrar á einni hleðslu.

Á tölvuteikningum Canoo má sjá að hægt verður að útbúa pallbílinn sem mjög verklegan ferðabíl með topptjaldi og gæti hann verið spennandi kostur fyrir þá sem vilja skoða landið og jafnvel halda í reisu langt út í heim. ai@mbl.is

Sem ferðabíll gæti Canoo verið forvitnilegur kostur. Hann virðist næstum …
Sem ferðabíll gæti Canoo verið forvitnilegur kostur. Hann virðist næstum því tilbúinn til innrásar í eitthvert ríkið, svo stæðilegur er hann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: