Flóðvatnið hindraði för

Bílarnir komust hvergi er þeir ætluðu niður af hraðbrautinni.
Bílarnir komust hvergi er þeir ætluðu niður af hraðbrautinni. AFP

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að komast leiðar sinnar og það þrátt fyrir fullkomnustu samgönguæðar. Náttúran vill oft hafa hlutina öðruvísi en maðurinn.

Á það sérstaklega við þegar flóð og aðrir vatnavextir setja strik í reikninginn og hindra för.

Austur í Kína eru flóð skaðvaldur, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Og brýr fleyta farartækjum ekki alltaf yfir tálmana, til dæmis brúin til Tianxingzhou eyju í Wuhanhéraðinu sem frægt er sakir þess að þar spratt kórónuveiran fyrst upp.

Þeir sem erindi áttu á eyna á dögunum rak í rogastans er þeir óku niður af hraðbrautinni því skyndilega komust þeir ekki lengra öðruvísi en kafsigla bílana í aurugu vatninu úr ánni Yangtze. Ringulreið skapaðist á brúnni og eina leiðin út úr vandanum var að snúa við því það varð ekki fyrr en eftir marga daga eða vikur sem flóðið myndi sjatna.

Ökumenn komust ekki niður af hraðbrautinni, flóðvatnið hindraði þeim för.
Ökumenn komust ekki niður af hraðbrautinni, flóðvatnið hindraði þeim för. AFP
mbl.is